Hjolastigur við hverja einustu götu eins og i Hollandi

Hjolastigur við hverja einustu götu eins og i Hollandi

Hjolastigur við hverja einustu götu eins og i Hollandi

Points

Hjolastigar þrufa að vera skilgreindur hluti af serhverri götu i borginni. Þannig er öryggi hjolreiðamannsins betur tryggt og hjolaumferd verður sjalfsagdur hluti af almennri umferd.

Þetta er vel hugsað en að mér finnst vanreifað. Rökin sem koma á móti frá fólki sem vilja allt hið besta fyrir hjólreiðar bera þess vitni. Til að forða misskilningi þá finnst mér að það ætti að setja lauslega 10-fallt hærri upphæðir í hjólamannvirki en í dag. Hjólamannvirki borga sér, eins og margar skýrslur og úttekir benda á, innlendar og erlendar. Setningin "Hjólaumferð skilgreint sem hluti af almennri umferð" mætti túlka á marga vegu, og mér finnst hún ekki nauðsýnlega í samræmi við hugmundina sem er sett fram. Hjólaumferð er einmitt skilgreind sem hluti af almennri umferð í umferðarlögunum. Reiðhjól eru ökutæki. En við skiljum samt flest að á mjög mörgum götum þar sem umferð er þétt og / eða hröð væri mjög gott að fá aðgreindan stig eða hjólarein (eins og í Hollandi og viðar) - þótt sumir vanir hjólreiðamenn finndst lítið mál að hjóla þar. En það verður að vera raunsæ og forgangsraða mannvirkjagerðin. Alveg eins og í Hollandi, reyndar, nema að þar hefur þetta fengið að þróast síðan 1970 eða 1980. Á rólegri götum finnst mörgum hægt að hjóla í samvinnu við umferðinni. Ef fleiri tileinka sér þessu, og dregið verði úr hraða bíla á íbúðargötum og viðar, náum við mun fljótar árangri með að bæta aðgengi til hjólreiða en með að einblína bara á sér mannvirki. Og uppskerum margt í leiðinni : Umferðaröryggi, minni mengun, lægri kostnað samfélags og neytanda, bætt samkeppnisstöðu virkra samgöngumáta, bætta hljóðvist. ( Áhugasamir um umræðu hafið samband við mig eða LHM : [email protected] )

Í prinsippinu gott mál (ég hjóla sjálfur allar mínar leiðir) en þetta er of fjarri raunveruleikanum í dag. Ræðum frekar hvar við viljum sjá hjólastíga næst og hvernig sé rétt að útfæra þá, þannig nýtum við þessa síðu betur.

er ekki betra að koma þeim hjólastígum sem nú eru í sæmilegt ástand, og bæta svo við einum og einum hjólastíg við, þarf ekkert endilega að vera við Allar götur í bænum.

Ég er sammála því að aðgengi fyrir hjólandi vegfarendur verði gert betra. Burt séð frá því þá er kostnaðurinn sem fylgir þessu miðað við hvað margir nota þetta ekki réttlætanlegur. Það á að hugsa fyrir svona á öllum nýjum götum, sé þess talin þörf. Frekar ætti að leggja í að "milli bæjarfélaga leiðir" væru gerðar betri, en það er annarskonar hugmynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information