Aðkoma að Blikdal

Aðkoma að Blikdal

Hvað viltu láta gera? Akveg og bílastæði við mynni Blikdals. Upplýsingaskilti um náttúru, sögu, göngukort með tillögu að leiðarvali, hvað ber að varast og hvers konar útbúnað er þörf á t.d. á veturna. Hvers vegna viltu láta gera það? Kjalarnes svæði státar af besta útivistarsvæði borgarinnar en aðgengi er ábótavant. Í bakgarði Grundarhverfis er Blikdalur þar sem margir sækja sér ber á haustin eða fara í gönguferðir mest allt árið. Í þriðja áfanga breikkunar Vesturlandsvegar er gert ráð fyrir vigtarplani og áningarstað skammt frá, en ég vil að borgin setji fjármagn og kraft í að leggja línur varðandi útivist í Blikdal. Aðsókn í Esjuna, þá sérstaklega við Mógilsá, hefur aukist gríðarlega. Búum í haginn og gerum veglega aðkomu við Blikdal og nágrenni. Þarna má tengja við skógrækt suður úr í átt að Arnarhamarsrétt og póstleiðina gömlu. Ef lagt væri vinnu og fjármagn í betra aðgengi frá Vesturlandsvegi að mynni dalsins og bílastæði með upplýsingaskiltum þá gæti skapast meiri aðsókn í þjónustu á Kjalarnesi: sundlaug og sjoppu. Ganga upp að Smáþúfum, staldra svo við í Klébergslaug og jafnvel nýta göngustíga og fjöru. Versla í Esjuskála áður en haldið heim. Við þurfum alla þá punkta sem við getum nýtt til að fá fólk til að staldra við á okkar svæði, skapa aðdráttarafl BÆÐI FYRIR AÐKOMUFÓLK OG MÖGULEGA ÍBÚA SVÆÐIS.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er í uppbyggingu og/eða breytingar fyrirhugaðar á komandi árum og því ekki tímabært að kjósa um að svo stöddu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Blikdalurinn er geysistór og býður því upp á mikið útivistarsvæði. Í Blikdal var áður sel frá Saurbæ og Brautarholti. Hér á Kjalarnesi má víða sameina útivist og sögufræðslu og er Blikdalurinn engin undantekning.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information