Setja upp hundagerði í garðinum við vesturbæjarlaug.
Hundagerði stuðlar af heilbrigðu hátterni hundanna þar sem þeir geta hreyft sig óheft og hitt aðra hunda til að stuðla að þroska og betri samskiptum. Það hefur gengið rosalega vel að leyfa hundunum að hittast hér og þar um bæinn en er þó nauðsynlegt að geta hleypt þeim lausum á öruggu svæði! Þannig vinna allir!
Þetta tún hefur verið notað af hundaeigendum í mörg ár. Í raun þyrfti einungis að loka því báðum megin með girðingu þannig að hundaeigendur geti nýtt það og verið alveg öruggir með hunda sína. Þetta þarf þó að gera án þess að litla sleðabrekkan eyðileggist. Girðing uppi á hólnum frá horni Vesturbæjarlaugar að girðingum hinum megin. Og eins í hinn endann. Túnið er frábær samkomustaður fyrir hundaeigendur.
Það er á hverjum degi fólk með hundana sína lausa á þessu svæði. Enda er þetta mjög gott svæði einmitt til að geta leyft hundum að vera lausir. Vandamálið er að þarna við hliðin á er líka leiksvæði barna og það fer ekki vel saman að hafa lausa hunda (sem eigendur hafa mismikla stjórn á) og börn sem sum hver eru ekki sama um að hafa hunda flögrandi upp um sig. Fyrir utan "worst-case scenario" sem alltaf fylgir lausum hundum. Svo þetta væri win-win fyrir alla.
Bæði hundaeigendur og þeir sem ekki eru mikið fyrir hunda græða á þessari hugmynd. Svæðið er ekki nýtt í neitt annað eins og er. Frábært fyrir hundana að geta hlaupið lausir og fengið félagsskap annarra hunda því langt er frá Vesturbænum í næsta svæði þar sem hægt er að sleppa hundum lausum. Dregur úr líkum á því að fólk "freistist" til að sleppa hundum þar sem það er í raun ekki leyfilegt ef það hefur til þess gott svæði innan hverfis síns.
Það vita flestir að hamingjan liggur í leikgleðinni og félagsskap hunda og mannfólks. Mér líst afar vel á hugmyndina um hundagerði enda veit ég með vissu að þeir hundaeigendur sem hafa hist á vesturbæjarlaugar túninu hafa hirt það vel og við höfum verið dugleg að tína upp bæði almennt rusl og hundaskít. Hundasamfélagið í Vesturbæ er þróað og hundaeigendur almennt gera þá kröfu til hvers annars að tína upp eftir hundana okkar og koma þeim í ruslatunnur (sem ekki er mikið af í borginni yfir höfuð). Mér þykir það líka vænleg hugmynd að gera vesturbæjartúnið að almenningsgarði og hafa þá svæði (ekki pínulítið og sóðalegt hundagerði eins og er hjá BSÍ, svo staðsetningin sé ekki nefnd - myndi einhver setja leikvöll á milli tveggja umferðagata?) fyrir hundaeigendur þar sem þeir geta hlaupið um lausir og leikið sér. Það er stór hópur hundaeigenda í Vesturbænum sem fara ekki bara til að leyfa hundunum að leika sér heldur líka til að hitta vini og kunningja. Ég bjó í einu af mörgum úthverfum Lundúnarborgar þar sem var almenningsgarður fyrir menn og dýr og þar var yndislegt að eyða góðum sumardegi. Það að eiga hund hefur gert mig að betri manneskju og þolinmóðari fyrir vikið, sem og ábyrgari borgara og mér finnst ég hafa fest rætur hér eftir að hafa komist í kynni við það góða fólk sem ég hitti á túninu og það er synd og skömm að þetta svæði er ekki nýtt betur.
Græna svæðið við Vesturbæjarlaug er tilvalinn staður fyrir matjurtagarða íbúanna. Snyrta svæðið smekklega og vinalega, gróðursetja berjarunna (mörg yrki af: rifs, sólber og rifsi. Hafþyrnir, berjablátopp), reynitré og ávaxtatré. Garðyrkjufræðingur aðstoði fólk á vorin og haustin eins og gert er á Akureyri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation