Hvað viltu láta gera? Setja hlið við rætur Úlfarsfells til þess að loka fyrir almenna bílaumferð upp fellið. Hvers vegna viltu láta gera það? Úlfarsfell er með fullt af gönguleiðum og er fellið mikið notað af íbúum til hreyfingar og útivistar. Ein af gönguleiðunum er að ganga upp og niður veginn, en sú leið er greiðfær nánast allan ársins hring. Það getur verið mjög hættulegt að mæta þar bíl, svo ekki sé talað um útblastursmengun.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Allir eiga rétt á að njóta
Ef það kemur hlið þarna þá verður það ekið ítrekað niður!!! hvenær er komið nóg á því að útskúfa útivistafólk sem notast við einhvað sem er vélknúið? Áður en við vitum af komumst við ekki lönd né strönd. NEI TAKK. Núna er ég búinn að fá nóg af þessu öfga vinstra liði.
Er alfarið á móti því að einn hópur landsmanna sem kýs að ganga fái að banna öðrum að fara akandi af þeirri einu ástæðu að fólk lætur þetta fara í taugarnar á sér. Það eru margar gönguleiðir upp á fjallið en einn vegur fær bílum. Minnsta mál að fara aðrar leiðir þar sem engir bílar eru.
Úlfarsfellið er mikil útsýnisperla. Þvert á móti ætti að bæta veginn þarna upp svo enn fleiri komist þangað akandi. Jeppafólk kemst ansi víða annarsstaðar til að fullnægja sinni þörf (sem er vissulega að "jeppast") en allir eiga að geta farið þarna upp á sinn hátt. Fólksbíl, jeppa, bifhjóli, hrossi, reiðhjóli, rafmagnshjóli og/eða tveimur jafnfljótum.
Ég á hreyfihamlaðan strák sem finnst gaman að fara þarna upp og sjá útsýnið yfir Reykjavík, afhverju þarf að ganga upp og niður vegin ef það eru fullt af öðrum gönguleiðum???
Mér finnst allt í lagi að leyfa akstur kannski á takmörkuðum tíma, þú ert kannski með fatlaðan einstakling nú eða eldra fólk sem getur ekki labbað og langar að sja þetta fallega útsýni sem fellið hefur að bjóða.
Heldur mætti bæta hina stíganna, fatlaðir, aldraðir ofl eiga líka rétt á að njóta fegurðarinnar!
Það er fráleitt að banna akstur á þessari leið. Ökuhraði bifreiða er rétt um skokkhraði og hættan af þeim í réttu hlutfalli við það. Til aðgreiningar á umferð gangandi og akandi, nú eða hjólandi, sem líklega er hraðskreiðasti ferðamátinn niður brekkuna, þá er sjálfsagt að bera upp óskir um bætta göngustíga. Bannmenning er örugg leið til að etja hópum fólks upp á móti hver öðrum.
Það eru nokkrar gönguleiðir í boði og því þarf ekki að ganga veginn. Það á ekki bara að vera í boði fyrir göngufólk að fara þangað upp til að njóta útsýnissins. Hreyfihamlaðir, aldraðir og þeir sem kjósa að aka eiga ekki að líða fyrir það. Einnig þarf að vera aðgengi að þeim mannvirkjun sem eru til staðar til að sinna viðhaldi.
Almenn bílaumferð á ekki erindi á þennan slóða og það er í raun ákveðin hætta á að hafa slóðann opinn fyrir hvern sem er að aka, brotnar olíupönnur með tilheyrandi mengun, fastir bílar á veturna o.s.frv. Úlfarsfellið á ekki að vera torfærubraut til að jeppast í. Ef þessi vegur yrði heflaður eða malbikaður og gerður þannig að bílar geti mæst (eða gerð útskot) og honum viðhaldið, þá mætti fyrst opna hann almennri umferð.
Bifreiðar eiga lítið erindi þarna upp - hins vegar er mikið af göngufólki þarna á ferðinni. Þetta tvennt á ekki saman.
Allir ættu að eiga rétt á að iðka sín áhugamál og allir ættu að eiga möguleika á að fara á toppinn og njóta burtséð frá hreyfigetu.
Fyrsta lagi þarf veg vegna masturs sem er á toppnum , gaman væri líka að sjá fólk sem eru öll með sameiginlegt áhugamál sem er útivist hvort sem þau eru gangandi, keyrandi eða hjólandi að þurfa ekki alltaf að vera í einhverju stríði um hver megi vera hvar , hvað með að standa saman og hætta þessu væli
Við eigum öll að geta notið þess að fara á Úlfarsfell óháð því hvort við komumst þangað gangandi eða ekki. Það eru það margar gönguleiðir upp á fjallið þar sem engir bílar komast að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef einstaklingur vill ganga vegaslóðann upp á topp þá verður hann að passa að fylgja þeim reglum sem gilda þegar gengið er á vegi.
Ég er frekar á því að loka fyrir almenna umferð farartækja. Þó þurfa aðilar mögulega að sinna viðhaldi og öðrum nauðsynlegum verkefnum. Það eru gönguleiðir víða um fellið og ekki endilega nauðsynlegt að fara fótgangandi um slóðann en...
Í lagi að leyfa með einhverjum takmörkunum. En þarna á almenn umferð ökutækja ekki heima nema sú leið sé rækilega merkt sem slík. Börn hjólreiðarmenn ofl á ferðinni þar sem ekki eru skýrar umferðar reglur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation