Hvað viltu láta gera? Gera Hvassaleiti, sem nú er með 30 km/klst hámarkshraða, að vistgötu með 15 km/klst hámarkshraða. Hvers vegna viltu láta gera það? Hámarkshraði er 30 km/klst í Hvassaleiti. Það eru einstaka ökumenn sem nýta Hvassaleiti sem "styttingarleið" og keyra mun hraðar, svo vægt sé til orða tekið, en á 30 km/klst. Þessi mikli hraði í götunni er alvarlegur þar sem þetta hverfi er að yngjast mikið með tilheyrandi fjölgun barna. Það myndi bæta mikið götuna og hverfisandann ef gatan yrði gerð að vistgötu og létta af áhyggjum margra foreldra.
Nauðsynlegt að gera eitthvað til að draga úr umferðarhraðanum í Hvassaleiti og gegnumstreymi umferðar sem notar götuna til að stytta sér leið
Hjartanlega sammála. Mikilvægt að lækka hraða í Hvassaleiti og auka rétt gangandi vegfarenda, hvort sem það væri með vistgötu, gangbrautum, hraðahindrunum eða þrengingum á götunni.
Frábær hugmynd
Hvað með að loka götuni við læknisbrekkuna? Þá er ekki gegnum akstur. Bara hægt að keyra frá Háaleitisbraut inn að Hvassaleitið 44 og svo frá Listabraut að Hvassaleiti 46.
Ég er alveg sammála hugmyndinni. Eitthvað þarf að gera til að draga úr hraðanum í Hvassaleitinu, hvort sem það sé með þrengingum eða gera götuna að vistgötu. Það er mikið af krökkum í hverfinu og margir bílar aka hér mjög hratt í gegn.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation