Einstefna og fleiri bílastæði á Bergstaðastræti milli Njarðar- og Bragagötu

Einstefna og fleiri bílastæði á Bergstaðastræti milli Njarðar- og Bragagötu

Bergstaðastræti frá Njarðargötu að Bragagötu verði einstefnugata og akreininni sem er nær leikskólanum Laufásborg verði breytt í bílastæði. Nokkur bílastæðanna við inngang leikskólans verði merkt Laufásborg fyrir foreldra á leið með börn í og úr leikskólanum.

Points

Slæmt aðgengi skapar reglulega hættuástand við leikskólann Laufásborg. Engin bílastæði eru Laufásborgarmegin á Bergstaðarstrætinu þar sem inngangur nemenda og starfsfólks er. Þessi hugmynd kemur í veg fyrir áframhaldandi hættuástand á hagkvæman hátt. Að auki beinir hugmyndin umferð frá mest notaða inngangi leikskólans sem eðlilegt er að gera við leikskóla.

Það er þarft að gera eitthvað í þessum bílastæðamálum, er íbúi á Bergstaðastræti og oft er ekki hægt að komast götuna hættulaust eða þegar er verið að sækja börnin. Hvað þá fyrir þá sem að eru fótgangandi - oft erlendir ferðamenn sem að ekki þekkja til.

Almennt virðast sérfræðingar vera á því að einstefna dragi allavega ekki úr hraðaumferðar, heldur þvert á móti. Svo er annað að svoleiðis breyting kalli líklega á skipulagsbreytingu, og er því ekki tæk í kosningu á "Betri hverfi". Hef séð svar fagteymis við svipaða hugmynd annarsstaðar í borginni.

Takk fyrir ábendinguna Morgen.

Bergstaðarstæti er þröngt á mörgum stöðum, t.d. beygja í nágrenni við Hótel Holt. Það má því kanna hvort að vænlegts é að breyta götunni allri í einstefnugötu eins og gert var með Grettisgötu og Njálsgötu á sínum tíma með góðum árangri. Gatan er einnig orðin kúpt og hærri en gangstéttin, það þarf því ekki mikið til svo að bíll renni í hálku á bíl úr ganstæðri átt eða yfir gangstéttina. Bergstaðastræti sem einstefnugata yrði opnara, aðgengilegra og öruggara. Ég styð þessa hugmynd ef gatan í heild yrði einstefnugata.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information