Framlengja vistgötu frá Þórsgötu niður Spítalastíginn. Þórsgata er vel heppnuð vistgata sem gaman er að ganga. Spítalastígurinn mætti vel við andlitslyftingu. Einnig mætti hugsa sér að framkvæmdin hægði á umferðahraða sem er of mikill á gatnamótum Bergst. og Spítalast.
Á þessu svæði eru fjölmargar verslanir og mikil umferð gangandi vegfarenda. Það má vel gera betur í gangstétta og útlitsmálum á þessu svæði. Fegrun Óðinstorgs sem var ein af hugmyndunum sem samþykkt var hér í síðasta umgangi náði allt of skammt. (Takmarkaðist við skotið á milli húsanna bak við bílastæðin og nok) Með þessu má hugsa sér að gefa hinum enda Óðinstorgs andlitslyftingu, og hugsanlega kemur að því að torgið sjálft fái yfirhalningu sem bragð er að.
Við Spítalastíg eða í allra nánasta umhverfi er Bakarí, Gallerí, fjölmörg gistiheimiliog hótel, veitingastaður og skrifstofa Norræna félagsins. Á spítalastígnum sjálfum er hinsvegar fátt sem gleður augað ef fá er talið blómabeð við Þingholtsstrætið. Gangstéttarnar eru mjóar, kantsteinar ónýtir og gatan öll hin óhrjálegasta. Úr þessu má bæta.
Ég er sammála þessari hugmynd, en bendi á að það væri gott að líta á þessa framkvæmd sem fyrsta skrefið í því að búa til skapa "shared space"-gatnakerfi í neðsta hluta Þingholtanna. Þetta heppnaðist vel í Grjótaþorpinu, þar sem hæðarmunur milli gangstétta og akbrauta hefur til dæmis verið fjarlægður í nokkrum götum og rými gangandi og akandi sameinað. Þetta þýðir að umferð verður á gönguhraða og mannlífið nýtur sín betur. Sambærilegt svæði í Þingholtunum gæti afmarkast af Bergstaðastræti í austri, Bjargarstíg/Skálholtsstíg í suðri, Lækjargötu í vestri og og Skólavörðustíg/Bankastræti í norðri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation