Sér göngu- og hjólabrú - Snorrabraut - Valur

Sér göngu- og hjólabrú  - Snorrabraut - Valur

Hvað viltu láta gera? Setja sér göngu- og hjólabrú yfir Miklabraut/Hringbraut ásamt yfir slaufuna Hringbraut/Bústaðarvegur til að hafa betra og öruggara aðgengi krakka í miðbænum og norðurmýri að íþróttasvæðinu við Val. Hvers vegna viltu láta gera það? Núverandi brú er aðallega fyrir bíla og bílaumferð þar er mjög mikil. Göngusvæðið er ekki mikið og alls ekki nægt fyrir fólk/krakka að bæði ganga og hjóla. Fólk, og krakkar þar með, eiga það til að finna og fara stystu leiðina á áfangastað og þar myndu göngubrýr yfir Miklabraut/Hringbraut og slaufuna Hringbraut/Bústaðarvegur til að tengja göngustíga og undirgöng hjá Snorrabraut við íþróttasvæði Vals hjálpa við að öruggasta leiðin sé farin.

Points

Ekki beint rök með eða á móti, en myndi þetta ekki lagast þegar miklabrautin fer í stokk og þessi mislægu gatnamót hverfa?

Gæti verið @Gunnar Steinn Aðalsteinsson, hef ekki séð skipulagið. Vonandi á að setja Miklabrautina í stokk á þessu svæði og passað upp á að aðgangur að íþróttasvæðinu sé greiður og öruggur. Það væri besta lausnin.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem skipulagsferill þessar hugmyndir væri of langur fyrir verkefnið og um er að ræða svæði sem verkefnið samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins mun taka fyrir á næstu árum. Samgöngusáttmálinn er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Nánari upplýsingar eru hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur-og-fjarskipti/samgonguaaetlun/sattmali-um-samgongur-a-hofudborgarsvaedinu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information