Undirgöng undir Bústaðaveg við gatnamót Réttarholtsvegar

Undirgöng undir Bústaðaveg við gatnamót Réttarholtsvegar

Hvað viltu láta gera? Undirgöng undir Bústaðaveg við gatnamót Réttarholtsvegar - til að auka verulega öryggi gangandi vegfarenda - vegna þess að beggja megin Bústaðarvegar eru stóri skólar - Réttarholtsskóli og Fossvogsskóli. Þetta skapar mikla umferð gangandi nemenda og annarra yfir Bústaðaveg á þessum stað - og því er afar mikilvægt að auka öryggi gangandi - með varanlegum og öryggum hætti. Undirgöng undir Bústaðaveg hafa margoft verið rædd - og talin mikillvæg þar sem áhætta gangandi yfir þessi gatnamót er þar með minnkuð verulega. Það er ekki - hægt að minnka áhættu vegfarenda með því að lækka hámarkshraða - þar sem alltaf eru einhverjir sem aka ógætilega - hver sem hraðinn er. Undirgöng eru því miklu öruggari lausn fyrir gangandi vegfarendur. Því til viðbótar skal þess getið að Bústaðavegur er ein af stofnæðum út úr Reykjavík og ef umferðarhraði væri lækkaður þar - myndi umferin reyna að finna aðrar leiðir í hliðargötum - og auka þar með áhættu í þeim götum. Heildaráhætta gangandi vegfarenda myndi því ekkert minnka með því að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi. Kerfisáhætta í samgöngum í Reykjavík myndi því í heild hækka með lækkun á umferðarhraða á svo mikilvægri umferðaræð. Þessu til viðbótar ber einnig að hafa í huga að með lækkun umferðarhraða - aykst mengum og útblástur á CO2, og nóg er mengunin samt á þessum stað - bæði í formi svifryks og CO2 - en samkvæmt könnun erl. sérfræðinga eru 60 ótímabær dauðföll hér á landi vegna svifryksmengunar - og því ekki á það bætandi - á þeim stöðum sem slik mengun mælis hvað hæst á Íslandi. Þessar götur þyrfti einnig að sópa miklu oftar á veturna - þar sem ský mengunar svífur oft yfir þessum hluta borgarinnar - sem kemur m.a. fra í því að inn um glugga íbúða kemur mikið ryk - sem skaðar heilsu fólks verulega. Fjölmargar athuganir sýna að undirgöng eru afar örugg lausn í tilfellum sem þessum. Óskað er því eindregið eftir því að þessi undirgöng komisst á framkvæmdarstig sem alalra fyrst. Einnig er óskað eftir upplýsingum um framgang þessarar mikilvægu hugmyndar fyrir íbúa hverfisins. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem skipulagsferill hugmyndarinnar er of langur fyrir verkefnið. Betri tengingar og breytingar á Bústaðavegi við Grímsbæ eru í skoðun annars staðar í borgarkerfinu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information