Ævintýraleg innilaug

Ævintýraleg innilaug

Hvað viltu láta gera? Rífa niður áhorfendastúkurnar í Laugardalslauginni og byggja innilaug fyrir börn og ungbörn. Þar yrði þá rými fyrir ungbarnasund ásamt skemmtilegum leiktækjum og ævintýraheimi fyrir börn til þess að leika sér í og busla að vild ásamt foreldrum sínum. Diskapotturinn er ekki lengur buslupottur fyrir börn heldur að mestu nýttur sem sólbaðsstaða fyrir fullorðna. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að áhorfendastúkurnar þjóna engum tilgangi eins og er og eru að grotna niður. Það vantar alveg rými fyrir ungbörn og börn upp til 6 ára til að leika sér frjálsum í lauginni ásamt foreldrum sínum. Þetta gefur þeim sem eru með ungbörn meiri og betri kost á að sækja sundlaugina allan ársins hring og þurfa því ekki að leita langt út fyrir hverfið.

Points

Þetta er einstaklega falleg hugmynd sem myndi auka lífsgæði barna og foreldra svo um munar.

Frábær hugmynd!!!

Frábær hugmynd, yrði pottþétt eftirsótt.

Æðisleg hugmynd!

Alveg frábær hugmynd sem yrði mjög vinsæl!! Laugardalslaug hentar ekki nógu vel yngri börnum

Frábær hugmynd til að gera Laugardalslaugina barnvænni fyrir yngri börnin! :D

Það er svo kalt úti meirihluta ársins, meira að gera fyrir barnafólk inni

Þetta er svo frábær hugmynd! Inni-vatns-róló sem er nýtilegur allan ársins hring!

Innilaug/leikvöllur sem hægt væri að nýta allan ársins hring og leyfa börnum að ærslast í - já takk!

Það vantar betri aðstöðu fyrir börn undir aldursmörkum í stóru rennibrautina í Laugardalslaug. Þetta er frábær hugmynd og hún verður að verða að veruleika!

Þetta er einfaldlega besta hugmynd sem hefur lengi sést og losar okkur við handónýta áhorfendastúku. En svo myndi ég vilja langan heitan nuddpott þar sem hver og einn hefur rými fyrir að nota nuddið án þess að vera uppi í næsta manni eins og nú er.

Geggjuð hugmynd, það er frekar erfitt að koma með mjög lítil börn í Laugardalslaugina á köldum degi. Þar að auki er nánast engin aðstaða ætluð fyrir börn undir 5 ára

Er stúkan ekki friðuð? Og ver okkur fyrir nirðanáttinni. Það mætti gera þetta án þess að hrófla við henni.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem endurbætur eru fyrirhugaðar á Laugardalslaug og útisvæðinu þar á næstu árum og fer þessi hugmynd áfram sem ábending í þá vinnu. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information