Gjaldskylda á bílastæði

Gjaldskylda á bílastæði

Gjaldskylda öll bílastæði í Laugardalnum. Rýma bílastæði í götum fyrir hjólastígum – einkum á umferðaþungum götum eins og Laugarnesvegi.

Points

Vegna umhverfisskyldu okkar til framtíðar. Verndun vistvænis og draga úr umferð.

Nei takk, gjaldskylda í Laugardalnum þýðir aðeins að fólk fer og leggur bílunum í íbúðargötunum í kring. Með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Bílarnir eru ekki að fara neitt, með því að fjarlægja stæði eins og við Laugarnesveg er verið að búa til vandamál, það er skortur á stæðum þarna nú þegar. Fólk vill geta lagt fyrir utan heimili sitt!!

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu. Þetta er verkefni sem er viðfangsefni pólitískrar stefnumörkunar og þarf að skoðast í stærra samhengi. Hópurinn vill engu að síður halda hugmyndinni ferli og mælist því til þess að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessari hugmynd vísað til meðferðar bílastæðasjóðs.

Þegar snjóruðningarnr voru hvað mestir á Laugarnesveginum í fyrravetur, fóru allir með bílana sína á rudd stæði bankans við Kirkjusand og gengu þaðan. Þar með varð tvöföld nýting á malbikaða svæðinu. Gjaldskylda í Laugardalnum er aðeins innheimta þegar þessir örfáu viðburðir eru í dalnum. Ef fólk leggur í götunum í kring og gengur leiðar sinnar, þá er það lýðheilsulegur ávinningur - sem er allra hagur. Eitthvað kostar það nú að reka blessað heilbrigðiskerfið okkar. Auk þess má gjarna setja gjaldskyldu á öll stæði í hverfinu sem eru í rekstri borgarinnar. Þeir sem leggja í götunni eru í raun að fá meira "frítt" fyrir sjálfan sig en þeir sem setja ökutækin inn á sínar eigin lóðir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information