ég vildi óska þess að það væru gróðursett grenitré og lauftré meðfram allri Sæbrautinni. það hefur verið gert meðfram vogahverfinu en vantar alveg t.d. fyrir neðan Skipasund og Efstasund (og þaðan vestureftir Sæbrautinni).
Sæbrautin er ein af stærstu umferðaræðum Reykjavíkur. Það að planta þétt bæði grenitrjám og lauftrjám meðfram henni dregur bæði úr hljóðmengun frá umferð auk svifryksmengunar (gróðurinn bætir líka loftgæði). Einnig myndi það bæta ásjónu hverfisins og setja í fallegan grænan ramma sem skil milli íbúðarhverfisins og iðnaðarhverfisins fyrir neðan brautina. Þetta er ódýr lausn og góð lausn fyrir íbúa nærri Sæbrautinni. Hægt væri að láta unglingavinnuna gróðursetja eða fá íbúa í lið.
Faghópur Umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað hugmyndina og telur kjörið að setja hana í kosningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation