Lýsa og malbika hjóla/göngustíg meðfram Laugarásvegi

Lýsa og malbika hjóla/göngustíg meðfram Laugarásvegi

Setja Lýsingu og bundiðslitlag á göngustíg sem liggur meðfram Laugarávegi og Sunnuvegi frá Farfuglaheimilinu við Sundlagaveg að Holtavegi

Points

Mér finnst einmitt gott að stígurinn sé náttúrulegur og ekki upplýstur. Miklu meiri upplífun að fara í gegnum trjágöngin í dimmu, heldur en ef lýsing yrði sett þarna. Það væri mikið tap ef nánast allir stígar væri lýstir. Stundum hafa skólarnir farið í myrkrarleiðangur í dalinn með vasaljósum. Það er gæði í myrkrinu. Myrkurgæði. Og sumar rannsóknir benda til þess að öryggi vegna ofbeldis sé ekki verri þar sem er myrkur, heldur er það frekar á mörkum ljóss og myrkurs sem óöryggi geti verið.

Það má bæta kurl og eða möl á stíginn. Og lækka brunninn sem stendur uoo úr stígnum nálægt farfuglaheimilinu.

Stígurinn er beinlínis hættulegur eins og hann er í dag grófur blautur og dimmur

Ég styð lýsingu við göngustiginn, þar sem lýsing eykur öryggi þeirra sem eiga þarna leið um. Ég styð ekki bundið slitlag á þennan göngustíg þar sem hann er mikið notaður af þeim sem stunda hlaup. Stígnum er vel við haldið og hentar vel fyrir hlaup vegna mýkra undirlags. Mikilvægast er þó sú staðreynd að stígurinn er hlaupahæfur fleiri vetrardaga vegna minni hálkumyndunnar samanborið við bundið slitlag.

13. nóvember 2013: Fyrirsögn breytt til að gera heiti hugmyndar meira lýsandi.

Ég styð mjög lýsingu á þenna stíg, sem mun auðvelda för fólks að vetralagi um stíginn. Hann er gríðarlega mikið nýttur bæði fyrir göngu og skokk, allan ársins hring. Ef hann yrði malbikaður fækkaði til muna þeim tækifærum sem við skokkfólk höfum til að skokka okkur til ánægju í Laugardalnum. Malarstígar fara svo mikið betur með liði en malbik. Við hjólreiðarfólk höfum svo mikið fleiri möguleika í gengum garðinn en við skokkarar :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information