Yfirborðslagfæringar á hjólastígum í Elliðaárdal og Árbæ

Yfirborðslagfæringar á hjólastígum í Elliðaárdal og Árbæ

Yfirborð hjóla/göngustíga er víða orðið mjög lélegt sérstaklega neðan til í Elliðaárdalnum. Þetta dregur mikla orku úr þeim sem nota stígana til þess að hjóla til og frá vinnu. Þessa stíga þarf að endurnýja en víða eru steinar farnir að stingast upp úr þeim og kantar farnir að gefa sig.

Points

Götur borgarinnar eru malbikaðar þegar þær slitna, slíkt virðist því miður ekki gilda um hjólastígana en þeir sem hjóla vita að það er himin og haf milli þess að hjóla á sléttum stíg eða ósléttum eins og stígarnir eru orðnir í Elliðaárdalnum og víðar eftir endalausar viðgerðir en á kaflanum frá Árbæjarlaug niður að stíflu eru u.þ.b. 25 samskeyti í stígnum sem eru flest mjög óslétt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information