Verslunarkjarninn er í niðurníslu. Þarf að lagfæra og blása lífi í þennan kjarna nú eða rífa þetta allt niður og byggja íbúðarhúsnæði. Hverning væri að bjóða listamönnum vinnuaðstöðu þarna? Skátafélagið okkar vantar húsnæði og gamla KRON væri örugglega fínn staður fyrir þá. Mála og þrífa.
Þessi kjarni þarf á andlitslyftingu að halda. Þessi kjarni er stórt mál fyrir hverfið okkar og þegar hann er í þessu ástandi þá vill engin koma og vera með rekstur þarna. Þarf að mála, laga plan og stéttir til að laða að rekstararaðila. Nú eða gera þarna flott íbúðarhúsnæði.
Eddufell þarf svo sannarlega á andlitslyftingu að halda. Skelfileg aðkoman þarna og virkilega sóðalegt umhverfi og er borginni og Breiðholti alls ekki til sóma. Mér líst vel á hugmyndina um að nota húsnæðið fyrir börnin okkar í hverfinu, eins og skátastarf, frístundastarf eða list- og menningarstarf af einhverjum toga. Listamenn/konur gætu haft aðsetur þarna og gaman væri að tengja starfsemi þar að einhverju leyti við Gerðuberg eða menntastofnanir í hverfinu.
Ég vil góða hverfisverslun Þarna er pólsk matvöruverslun sem er góð fyrir pólverja en engar innihaldslýsingar eru á íslensku eða ensku og starfsfólkið ekki nógu sleipt í íslensku eða ensku til eða þýða innihaldslýsinguna. Ég vil líka bankaútibú hérna í efra breiðholtið og það frá Arionbanka Ninir eru með útíbú niður í Mjóddinni. Það er erfitt fyrir eldri borgara að fara á Smáratorgið í hvernig færð sem er, með Strætó til að taka út peningaþ
Það vantar ekki íbúðarhúsnæði í Fellahverfið. Það vantar þjónustu. Það er afar hæpið að sjálfstæðir atvinnurekendur myndu vilja byggja upp fyrirtækjaþjónustu þarna því þarf borgin að stíga inn í. Þarna þarf að lappa upp á aðstöðuna og: - Setja á laggirnar margnota félagsaðstöðu. Þar væri hægt að sækja erlenda starfsmenn á atvinnuleysisskrá með meðgreiðslu úr átakinu Liðstyrkur í stöðu rágjafa til ráðgjafar um atvinnuleit, gerð ferilskrár og fleira. Einnig gæti í húsnæðinu verið ungmennahús.
Það má vissulega nefna sérstaklega kjarnann við Eddufellið. Mér finnst þetta loða við fleiri kjarna í hverfinu. Eftirspurn eftir verslun í hverfinu hefur minnkað. Eins virðist aðkoman ekki vera aðlaðandi. Oft þarf ekki mikið til annað heldur en að gera hlutina ögn öðruvísi. Mála húsnæði með öðrum lit og formum, laga til umhverfið og gera aðkomuna snyrtilega. Þyrfti ekki svo mikið fjármagn en myndi gera heilmikið fyrir hverfisbraginn.
Virkilega þörf á úrbótum þarna í Eddufelli. Mæti taka húsnæðið algjörlega í gegn og líka laga bílastæðið. Það er risastór grátt malbik og gerir aðkomuna mjög kuldalega. Mætti alveg útbúa þarna einhver runnabeð án þess að ganga of langt á þau bílastæði sem fyrir eru. Enda er bílastæðið jafnan lítið nýtt. Líka góð hugmynd að bjóða skátum/listamönnum/Krön upp á aðstöðu þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation