Þar sem Sæmundargata kemur út á Hringbraut fara margir yfir götuna. Þetta má sjá á göngustíg sem hefur myndast í grasinu bæði í Hljómskálagarðinum og á umferðareyju. Þarna væri gott að setja upp gangbrautarljós þannig að gangandi vegfarendur komist örugglega yfir Hringbraut.
Færsla gangbrautar og strætóstoppustöðvar niður að Sæmundargötu myndu létta á því mikla álagi sem er á Hringbrautinni við Þjóðminjasafnið. Með þessum flutningi væri hægt að byggja upp áhugaverða gönguleið milli miðbæjarins og háskólahverfisins og nýta Hljómskálagarðinn og auðga hann. Það er falleg gönguleið úr miðbænum, annað hvort eftir Fríkirkjuvegi eða Tjarnargötu. Að auki myndi þetta draga úr umferðahraða, skapa aukið rými fyrir stoppustöðina og þar með stórbæta öryggi gangandi vegfarenda.
Augljóst er að margir gangandi vegfarendur fara yfir Hringbraut vestan við gatnamótin við Sæmundargötu. Þetta er ein helsta tengingin milli háskólasvæðisins og miðborgarinnar. Hún er hins vegar mjög óörugg. Gott væri að efla þessa tengingu enn frekar og auðvelda þannig aðgengni gangandi og hjólandi að háskólasvæðinu. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að nú er verið að byggja nýja stúdentagarða við HÍ, þar sem hugmyndin er einmitt sú að fólk eigi að geta komist af án bíls.
Undirgöng eða göngubrú kæmi líka til greina.
Íbúar í Miðborg Gerum Reykjavík enn betri! Íbúafundur um verkefni Miðborgar í Betri hverfum 2013. Verkefnishópur Miðborgar boðar til framhaldsfundar í Ráðhúsinu, mánudaginn 25. febrúar kl. 17.00. Farið verður yfir þau verkefni sem komin eru í pottinn og þau m.a. skoðuð með tilliti til fjölda, fjölbreytni og dreifingar um hverfið. Stefnt er að því að bjóða upp á allt að 30 verkefni í hverfinu við rafræna kosningu í mars og því um að gera að láta sjá sig og setja fram skoðanir og ábendingar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation