Minnka ljósmengun frá Þróttaravellinum - kastarabirta sker í augu þeirra sem búa í sjónlínu frá honum.

Minnka ljósmengun frá Þróttaravellinum - kastarabirta sker í augu þeirra sem búa í sjónlínu frá honum.

Ljóskastarar frá Þróttaravellinum skerða lífsgæði íbúa á efri hæðum í blokkum við Kleppsveg og ábyggilega hjá fleirum. Birtan sker í augun.

Points

Ljóskastarar frá Þróttaravellinum skerða lífsgæði íbúa á efri hæðum í blokkum við Kleppsveg og ábyggilega hjá fleirum. Birtan sker í augun og oft er kveikt á kösturunum langt fram eftir nóttu. Varla hægt að horfa til suðurs. Hlýtur að vera hægt að vísa kösturum meira niður á við og eða minnka ljósmagnið. Borgin ætti ekki að styrkja orkusóun sem þessa sem auk þess skerðir nautn af að horfa til himins - eða yfir borgina okkar kæru.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu - enda ekki beinlínis framkvæmda- eða viðhaldsverkefni til að kjósa um. Hópurinn telur þetta engu að síður mjög góða og þarfa ábendingu sem hann mælist til að verði vísað til íþrótta- og tómstundaráðs við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar.

Faghópur Umhverfis- og skipulagssviðs skoðaði þessa hugmynd í morgun. Hugmyndin er ekki tæk - enda ekki beinlínis framkvæmda- eða viðhaldsverkefni til að kjósa um í Betri hverfi. Hópurinn telur þetta engu að síður mjög góða og þarfa ábendingu sem hann mun vísa til Íþrótta- og tómstundaráðs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information