Að byggja boltagerði við Háaleitisskóla - Hvassaleiti. Framkvæmdaráð þarf að koma að þessu verkefni.
Skólalóð háaleitisskóla- Hvassaleiti er svört og léleg. Börnin í skólanum hafa óskað eftir boltagerði í sínu hverfi. Börn úr Hvassó þurfa að leita út fyrir hverfið til að komast á almennilegann fótboltavöll. Aðrir skólar í hverfinu eru með boltagerði eða á dagskrá.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa ágætu hugmynd en telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi af tveimur ástæðum. Hugmyndin sprengir fjárhagsrammann og er þar að auki ekki inni á skipulagi. Hópurinn mælist til að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessari hugmynd vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation