Nýta lóðina í kringum Vesturbæjarlaug til að búa til litla innilaug. Þyrfti ekki að vera stór. Það gæti verið viðbygging þar sem væri hægt að ganga inn á sama stað og útgangur er nú úr búningsklefunum.
Væri ekki tilvalið að byggja innilaug austan við útilaugina, á flötinni Hofsvallagötumegin. Sú flöt er illa nýtt og sú staðsetning mundi ekki skerða leiksvæði hunda og barna norðan og vestan við laugina.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Verkefnið sprengir kostnaðarrammann. Faghópur vill engu að síður halda hugmyndinni í ákveðnu ferli. Hann mun því mælast til þess við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar að þessi hugmynd verði send íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar til meðferðar.
Engin laug í hverfinu er t.d. með ungbarnasund. Mörg skólabörn fara í skólasund þarna og fyrir yngstu börnin væri gott að vera inní í sundi þegar er vetur því að barnalaugin er köld og tengd við djúpu laugina. Það væri líka hægt að nýta laugina undir alls konar sundleikfimi fyrir eldri borgara o.fl. Þyrfti ekki endilega að vera 25m að lengd og með 10 brautum. Bara svipað og innilaugin í Árbæjarlaug eða í Sundhöll Reykjavíkur. Borgin mætti endilega leggja pening í að bæta þessa vinsælu laug.
Þessi hugmynd er sett fram í tillögu starfshóps um framtíð Sundlauganna í Reykjavík og er þar í 5. sæti yfir forgangsröðun stærri framkvæmda.
Sammála .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation