Þróttheimar félagsmiðstöð í Álfheimum 6

Þróttheimar félagsmiðstöð í Álfheimum 6

Færa félagsaðstöðu barna og unglinga sem ganga í Langholtsskóla frá Þróttheimum, Holtavegi 11 í verslunarmiðstöðina við Álfheima 6. Borgin hlutist til um að kaupa verslunahúsnæði, að hluta eða öllu leyti og breyta því í aðstöðu fyrir frístundarheimilið Glaðheima og félagsmiðstöðina Þróttheima.

Points

Það hefur ávallt verið þröskuldur í starfsemi Þróttheima, Glaðheima og Langholtsskóla hversu langt er á milli skólans og Holtavegs 11. Þannig hefur félagsaðstaðan ekki náð að vera sjálfsögð framlenging á skóladegi nemenda, sérstaklega á mið- og unglingastigi. Með því að færa Þróttheima nær skólanum yrði mögulegt að nýta aðstöðuna í frímínútum skólans. Einnig myndi starfsemi Glaðheima njóta góðs að vistarbreytingu. Skólalóðin yrði betur nýtt. Meiri og betri samfella yrði í skólastarfinu.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu Betri hverfa um smærri viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni. Hópurinn telur engu að síður ástæðu til að halda humyndinni í ákveðnu ferli og mun því mælast til þess að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessi hugmynd send skrifstofu Eigna- og atvinnuþróunar og skóla- og frístundasviði til meðferðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information