Setja upp ruslafötu við Réttarholtsveg, á milli Kúlunnar (matsölustaðar Rétthyltinga) og Réttarholtsskóla.
Mikil þörf á að koma fyrir stampi svo gangandi vegfarendum gefist kostur á að losa sig við rusl á þessari leið.
Þetta er mjög nauðsynlegt þar sem það safnast alltaf mikið rusl á gangstéttinni frá Kúlunni og upp í Réttarholtsskóla. Umhverfið í kringum leikskólann Vinagerði minnir því oft á ruslahaug sem er ljótt að sjá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation