Á stígnum norður af Orminum í Laugardal, í átt að Farfuglaheimilinu er gott að staldra við og horfa á stjörnurnar þegar þannig viðrar. Þar eru nokkuð há greintré sem skyggja á björtu ljósin úr Laugardalsvöll og gerfisgrasvöll, og úr húsnum við Laugarásveg. Hlúum að og komum þessi verðmæti á korti.
Skiltið gæti sagt frá að þarna sé góður staður til að skoða stjörnur. Gera í samstarfi við vinnuhóp ráðuneytis um myrkurgæði og við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness. (stjornuskodun.is /stjornufraedi.is). Mögulega nota QR merki fyrir farsíma sem fólk geti nýtt sér til að finna nýjustu upplýsingar um hvaða reikistjörnur séu sjáanlegar og fleira. Koma þessu seinna inn í deiluskipulag eða sambærilegt, svo ekki verði sett upp ljós við stíginn í gáleysi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation