Setja gönguljós yfir Úlfarsbraut við Dalskóla.

Setja gönguljós yfir Úlfarsbraut við Dalskóla.

Það vantar gönguljós yfir Úlfarbrautina við Dalskóla, fyrir fjölda barna sem fara yfir þessa aðalumferðargötu Úlfarsárdalsins mörgum sinnum á dag, enda er Dalskóli þeirra skóli og aðalleiksvæði.

Points

Svæðið í kringum Dalskóla er mjög dimmt á morgnanna. Flest börnin í Dalskóla ganga í skólann og stór meirihluti fer yfir Úlfarsbrautina. Það er hins vegar mikil umferð stórra vöruflutningabifreiða (til og frá Framsvæðinu) á sama tíma og í reynd allan daginn. Stórir vörubílar, börn og myrkur eiga ekki saman.

Því miður eru takmarkaðar líkur á að börn noti umferðarljós nema við stórar umferðargötur, og þá væri vandamálið enn til staðar. Bæta þarf lýsingu á Úlfarsbraut allri og sérstaklega við gangbrautir þar sem dimmast er. Umferð vörubíla verður við Úlfarsbraut næstu árin v. uppbyggingar og þarf að færa hana alla annað, fyrst upp Urðarbrunn en síðar um Reynisvatnsás yfir Úlfarsá

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information