Setja hringtorg á milli þangbakka 8-10 og Breiðholtskirkju og auka þannig og fegra aðgengi að kirkjunni og fyrir íbúa Þangbakka 8-10 sem eru að stórum hluta eldri borgarar. Má benda á svona torg fyrir framan Háskólann í Reykjavík. Það er það vítt að hægt er að stoppa til að hleypa út farþega eða sækja án þess að vera fyrir öðrum í hringtorginu. Við Þangb.er í dag gangstígar sem verið er að keyra um til að komast nær inngangi að Þangb. og kirkjunnar og því eru gangstéttarhellur farnar að aflagast
Auka, bæta og fegra aðgengi að kirkjunni og Þangbakka 8-10. Við Þangbakka er í dag gangstígar sem verið er að keyra um til að komast nær inngangi að Þangbakka og kirkjunnar og því eru gangstéttarhellur farnar að aflagast og geta verið varhugaverðar. Einnig er farið að myndast drullusvað á nokkrum stöðum á grasbletti sem nýtist ekkert í dag og þar mætti jafnvel gera bílastæði þar sem oft vantar stæði á þessum stað á álagstímum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation