Í Grafarholti er ekki boðið upp á skátastarf, mjög takmarkað framboð af íþróttum og öðru tómstundastarfi. Í flestum tilfellum þarf að sækja starfið í Árbæ/Grafarholt og strætósamgöngur hérna á milli eru langt því frá að vera viðunandi
Alveg nauðsynlegt að auka fjölbreytnina. Vonandi verður sundlaugin rifin upp, en svo mætti bjóða hér upp á badminton, blak, dans og svo margt fleira.
Allir geta verið sammála um það, að það gerir börnum gott að stunda skipulagt tómstundastarf. Hérna í Grafarholti er það þannig, að hafi barn/unglingur ekki áhuga á fót- eða handbolta, þá þarf að leita út fyrir hverfið, með tilheyrandi keyrslu fram og tilbaka, því strætósamgöngur er ekki hægt að stóla á
Þetta er eitt af mjög mikilvægum verkefnum í þessu góða hverfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tómstundir eru góð forvörn. Það er því mjög mikilvægt að gera betur þar sem að í hverfinu okkar býr mjög mikið af ungmennum.
Mjög þarft verkefni að styðja við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn í Grafarholti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation