"Barnaþvottalaug" við Þvottalaugar til að þvo sokka, hendur og tær.

"Barnaþvottalaug" við Þvottalaugar til að þvo sokka, hendur og tær.

Útbúa eftirlíkingu af gömlu Þvottalaugunum í smækkaðri mynd, ætluð börnum til að þvo í t.d sokkana sína og sem þau gætu líka sullað í. Bjóða upp á mátulega heitt vatn og aðstöðu fyrir foreldra, ömmur og afa sem fylgdust með börnunum sínum. Hafa laugina uþb hnédjúpa og bogalaga grindur yfir sem börn kæmust þó á milli. Líkja sem mest eftir gömlu Þvottalaugunum.

Points

Lífga upp á sögufrægan og merkilegan stað í Laugardalnum. Gera hann að virkilega spennandi stað fyrir börn og fullorðna og halda um leið á lofti sérstöðu hans og hvað hann var mikilvægur hér áður fyrr. Minnast þess að Laugardalur, Laugavegur ofl heiti, draga nafn sitt af þessum stað.

Barnaþvottalaugin gæti verið uþb 1x3 m stór, með 6 - 10 bogalegum grindum yfir. Hönnun hennar byggði sem mest á gömlu þvottalaugunum, bæði útlitslega og tæknilega. Þannig mætti sýna á skemmtilegan hátt hvaðan og hvernig heita vatnið komst í gömlu þvottalaugarnar og hvert rann það? Barnaþvottalaugin gæti verið á bakkanum við núverandi skurð eða lengra frá honum eftir því sem væri praktískast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information