Fræðslu- og upplýsingaskilti

Fræðslu- og upplýsingaskilti

Hvað viltu láta gera? Setja upp fimm fræðslu- og upplýsingaskilti á völdum stöðum innan landssvæðis Kjalarness. Svo sem 1. við áætlað nýtt hringtorg við Móa 2. Skógræktina/Arnarhamar 3. Ártún/Blikdal 4. Hofstanga/Naustanes 5. Mógilsá í Kollafirði Hvers vegna viltu láta gera það? Skiltin munu vekja áhuga á svæðinu, náttúru þess og sögu og einnig þeim fjölmörgu útivistarmöguleikum sem svæðið hefur upp á að bjóða. Til að mynda mun skiltið við Móa tengjast vel við göngustíg upp á gömlu þjóðleiðina/póstleiðina.

Points

Söguskilti hafa mikið fræðslu og menningarlegt gildi og nóg er af því efni að taka í gamla Kjalarneshreppi. Þó gerð hafi verið þónokkur slík skilti þá má enn á gera mörgu skil, t.d. í eystri hluta hreppsins gamla svo eitthvað sé nefnt. Þar eru t.d, merkar minjar um kaupstað og höfn á miðöldum sem Kristján Eldjárn telur vera fyrirrennara Reykjavíkur og varðveita skuli, sbr. grein hans í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1980. Kjalarnes býr yfir mikilli sögu sem vert er að fræðast um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information