Merkja betur gömlu þjóðleiðina / póstleiðina í Esjuhlíðum

Merkja betur gömlu þjóðleiðina / póstleiðina í Esjuhlíðum

Hvað viltu láta gera? Merkja betur gömlu þjóðleiðina / póstleiðina í Esjuhlíðum, með stikum eins og eru á öðrum gönguleiðum, þar sem stikurnar sjást vel úr fjarlægð. (sbr. merktar gönguleiðir í Mosfellsbæ). Hvers vegna viltu láta gera það? Leiðin er víða óljós í dag, en svæðið og útsýnið er fagurt. Þjóðleiðin milli Blikdalsár og útialtars við Esjuberg (um 7 km leið) er tenging milli svo margra fallegra svæða okkar Kjalnesinga. Til að mynda er á svæðinu milli Skrauthóla og Esjubergs heilmikill náttúrulegur blómagarður. Sé t.d. fyrir mér þarna útivistarhlaup/göngur og viðburði, svo sem náttúruskoðunarferðir, sögu- og fræðsluferðir.

Points

Þjóðleiðin/ póstleiðin gamla er minjar um liðna samgönguhætti og vert að halda sögu hennar á lofti ekki síst nú þegar verið er að leggja nýjan Vesturlandsveg. Þarna má sjá dæmi um breytta tíma í samgöngumálum sem snertir sögu Kjalarness. Þessi hugmynd býður upp á marga möguleika, þ.e. útivist, hreyfingu, fræðslu um náttúruna, fuglalífið, sögustaði, örnefni ofl. Esjan er fallegt fjall úr fjarlægð en er enn fallegri í nálægð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information