Hvað viltu láta gera? Þegar háspennulínan fer frá rótum Úlfarsfells, ætti að nota tækifærið og gera línuvegurinn að stíg sem gæti tengt saman stígana upp á fellið en einnig tengst við stígana sem eru niðri í Hverfinu. það er línuvegur undir háspennulínunni sem fer á næsta ári, það ætti að nota tækifærið þegar unnið verður að því að fjarlægja línurnar að gera stíg úr línuveginum/slóðanum. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er dásamlegt að ganga á þessu svæði og með því að tengja saman leiðirnar upp á fellið aukast enn frekar möguleikar til útivistar á svæðinu. það eru ekki allir sem geta farið upp á fellið en svæðið við ræturnar er fallegt og gott að ganga um. það hefur verið mjög mikil ásókn í að fara á 'Ulfarsfell síðustu mánuði en með fjölgun stíga á þessum slóðum er hægt að tengja betur t.d. skógræktarsvæðið hjá Mosfellsbæ við þetta svæði. með ný frágegnu svæði við Leirtjörn og með nýjum stíg við fjallsræturnar er verið að auka mjög mikið gæði svæðisins.
Góð hugmynd, eykur og auðveldar göngumöguleikana
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation