Parkour völlur

Parkour völlur

Hvað viltu láta gera? Ætlunin er að gera varanlegan parkour völl sem myndi bæði nýtast til íþróttaiðkunnar og sem hreystistöð ásamt því að glæða hverfið auknu mannlífi Hvers vegna viltu láta gera það? Parkour er ört stækkandi íþrótt sem gengur út á að komast yfir hindranir án nokkurs aukabúnaðar. Helsta markmið íþróttarinnar er að öðlast fullkomna hreyfifærni og yfirstíga áskoranir, bæði líkamlegar og andlegar, í gegnum endurtekningu og fullkomnun. Íþróttin og félagskapurinn í kringum hana hefur lengi verið athvarf fyrir krakka sem finna sig ekki í öðrum íþróttum vegna þess hve opin íþróttin er og án áherslu á keppni. Hingað til hafa helstu æfingasvæði iðkenda verið veggir og handrið borgarinnar en í sumar var settur upp tímabundinn parkour völlur í Laugardalnum sem vakti mikla lukku bæði fyrir iðkendur og almenning. Í mörgum löndum þar sem íþróttin er orðinn fjölmenn hafa verið settir upp parkour-vellir og parkour-salir, svæði sem tileinkuð eru iðkunn íþróttarinnar. Þessi svæði hafa aukið mikið við mannlíf og styrkt íþróttina í þeim löndum. Markmiðið með að setja upp varanlegan parkour völl er að bjóða upp á frumlegan hreyfikost fyrir börn og fullorðina ásamt því að gera íþróttina sýnilegri. Þó að völlurinn yrði kjörinn aðstaða til að æfa parkour mætti líka nota hann til annarar hreyfingar eins og þrekæfinga.

Points

Parkour þjálfarar Fylkis hafa verið mjög duglegir að efla krakkana og senda þeim ýmsar áskoranir til að gera utan æfinga og það væri frábært að þurfa ekki að fara úr hverfinu til að stunda þessa íþrótt þó þú getur notað hvað sem er þá væri þetta frábær viðbót í holtið okkar <3

Þetta væri æðislegt fyrir alla að fá svona og ég vildi að þetta fengi meiri atkvæði. Myndi líklegast nýtast betur heldur en margt sem er hér fyrir örfáa. Vantar sárlega eitthvað svona í hverfið ...eitthvað fyrir alla

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information