Föst rathlaupabraut milli Reynisvatns og Rauðavatns.

Föst rathlaupabraut milli Reynisvatns og Rauðavatns.

Hvað viltu láta gera? Búa til fasta rathlaupabraut og stækka rathlaupakortið milli Reynisvatns og Rauðavatns Hvers vegna viltu láta gera það? Það er til gott rathlaupakort af útivistarsvæðinu milli Reynisvatns og Rauðvatns sem mætti stækka. Til þess að nýta þetta svæði og kortið betur mætti setja þarna svokallað fasta rathlaupabraut eins og Rathlaupafélagið Hekla hefur sett upp á fleiri stöðum í Reykjavík og Kópavogi. Slík föst braut er í Fossvogsdal, Öskjuhlíð og Laugardal svo eitthvað sé nefnt. Kort af þessum föstum brautum má finna hér: https://rathlaup.is/ratleikur/ Rathlaup er í íþrótt sem hentar nánast öllum og gæti nýst Ingunnar- og Sæmundarskóla sem eru í nágrenninu. Fyrir þá sem ekki vita þá er rathlaup nokkurskonar víðavangshlaup, þar sem þátttakendur fá kort og þurfa að finna ákveðna staði með hjálp kortsins. Þetta er íþrótt og útivera fyrir alla aldurshópa hvort sem fólk vill keppast við að hlaupa sem hraðast eða ganga um í nátturinni og uppgötva nýja staði.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information