Betri grenndarstöð við Ingunnarskóla*

Betri grenndarstöð við Ingunnarskóla*

Hvað viltu láta gera? Koma grenndargámum við Ingunnarskóla betur fyrir, bæta við gler- og málmgámum og reisa skjólvegg við þá. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikið hvassviðri er gjarnan þarna á veturna og fýkur þá stundum rusl úr gámunum yfir nærliggjandi svæði, því væri gott að fá skjólvegg eins og víða er við þessa gáma. Auk þess væri mjög þægilegt að fá gáma fyrir gler og málma. Gámarnir taka bílastæði þar sem þeir eru núna, það mætti finna þeim betri stað á svæðinu. *Hugmynd um djúpgáma á grenndarstöð við Dalskóla er að hluta til sameinuð við þessa hugmynd. Skoðað yrði að bæta skjólveggjum við báðar grenndarstöðvar.

Points

Sjálfsagt að byggja kringum gáma á grenndarstöðvum, það getur orðið ansi óþrifalegt kringum þá, líka við Krónuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information