Körfuboltavöllur við Ingunnarskóla

Körfuboltavöllur við Ingunnarskóla

Hvað viltu láta gera? Ég óska eftir körfuboltavelli við Ingunnarskóla með 6 körfum (4 í réttri hæð og 2 lægri). Völlur eins og er nánast í hverju bæjarfélagi en aðeins 3 á Höfuðborgarsvæðinu. Afgirtur með góðu og sléttu undirlagi og vönduðum körfum (PRO). Hvers vegna viltu láta gera það? Körfubolti er íþrótt fyrir alla. Aðgengi að íþróttinni hefur ekki verið gott í gegnum tíðina. Yfirleitt lélegir vellir og körfur með engu neti. Og viðhald með völlum lítið. Það er frábært að sjá alla þessa flottu velli rísa hringinn í kringum landið en einhverja hluta vegna hefur Reykjavík ekki tekið þátt í þessari uppbyggingu.

Points

Styð það, gott að hafa sem mesta möguleika hér á hreyfingu og útivist.

Styð heilshugar að settur verður Körfuboltavöllur við Ingunnarskóla. Veit að það er fullt að fólki ungum og eldri sem mundu nota þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information