Gangstígar og Bekkir*

Gangstígar og Bekkir*

Hvað viltu láta gera? Bæta við bekkjum, ruslatunnum og hirða betur um snjó og klaka á göngustígum Hvers vegna viltu láta gera það? Til að aldraðir og fatlaðir hafi jafnan aðgang á við aðra það er að hreyfingu utandyra í hverfinu. *Sameinuð hugmynd: Bekkir: https://betrireykjavik.is/post/39310

Points

Gera góðan stað betri, hreinni, skemmtilegri og að allir ungir sem aldnir, í hvaða formi sem er geti notið útiveru og hreyfingar. Snjór og hálka hindrar og það er misjafnlega gengið um, það þarf einnig að losa tunnurnar áður en þær eru kúffullar.

Eins þarf að setja niður meira af gróðri til að brjóta niður vindinn og gera hverfið fallegra og vinalegra. Grafarholtið er ansi gróðursnautt.

Vantar tilfinnanlega miklu meira af bekkjum í Grafarholtinu. Ekki hafa allt of langt á milli þeirra fyrir þá sem eru fótalúgir eða eiga erfitt með gang. Það er réttur allra að fara út að ganga eða fara um á Scuter eða með göngugrind og að geta tillt sér niður þegar og hvílt sig þegar þeir eru þreyttir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information