Trjárækt í Úlfarsársdalnum

Trjárækt í Úlfarsársdalnum

Hvað viltu láta gera? Gróðursetja furur og/eða greni í Úlfarsársdalnum Hvers vegna viltu láta gera það? Úlfarsársdalurinn er yndislegur til útivistar á sumrin þegar allt er grænt. Utan sumarsins og sérstaklega á hvössum og blautum haustdegi í nóvember eða í lok apríl með brostnum vor-væntingum getur dalurinn verið afskaplega brúnn og óaðlaðandi að sjá. Blauta og kalda rokið minnir manni enn og aftur á hversu veruleikafirrtur maður er í vali á útifötum. Með því að gróðursetja greni og furur má bæði draga verulega úr vindi á göngustígunum og gera dalinn grænan allt árið.

Points

Endilega gróðursetja tré til skjóls og fegurðarauka.

Þarna niðri í dalnum væri fínt að hafa birkiskóg, það væri frekar að planta greni ofar í dalnum til að draga úr vindi áður en hann kemur að byggðinni, eins og td. skógarrjóðrið sem er fyrir austan núverandi byggð í Úlfarsárdalnum.

Alls ekki meira af grenitrjám og öspum nálægt Úlfarsárdal - mjög mikilvægt að mynda skjól með öðrum trjátegundum - íslenskt birki á best við á svæðinu kringum Úlfarsána - Úlfarsárdalur er að nokkru leyti óraskaður og mikilvægt að varðveita þá ásýnd - sígræn tré eins og greni og mjög háar trjátegundur myndi eyðileggja ásýnd dalsins á fáum árum ef farið yrði óvarlega í þessum efnum

Langar bara að nefna varðandi þau rök að vera frekar með Birki, að eftir að birkikemban byrjaði að herja á þennan hlut landsins, þá er Birkið hreint ekki fallegt og jafnvel ekki grænt megnið af sumrinu. Þau veita heldur ekki mikið skjól á veturinn sem voru rökin mín fyrir sígrænu í dalnum. Takk!

Það bæði frábært og uppliftandi að hafa greni og grænt allan ársins hring.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information