Tenging íþróttasvæðis Fram við gönguleiðir á Úlfarsfell

Tenging íþróttasvæðis Fram við gönguleiðir á Úlfarsfell

Hvað viltu láta gera? Leggja göngustíg frá íþróttasvæði Fram, þar sem eru næg bílastæði, salernisaðstaða, kaffihús og sundlaug, upp með gilinu austanverðu þar sem affallið af Leirtjörn rennur um og tengja við gönguleiðir á sunnanverðu Úlfarsfelli. Hvers vegna viltu láta gera það? Fá meira líf í hverfið og nýta aðstöðuna sem verður, kaffihús, sundlaug, salerni og bílastæði fyrir göngufólk. Fjölga göngufólki og gestum í hverfið og auka nýtingu á góðri aðstöðu. Fellur vel að starfseminni sem verður þar og því skörunin er ekki mikil. Flestir eru á ferðinni á Úlfarsfellið seinnipart virka daga og fyrripart og miðjan dag um helgar.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information