Tengja leikskólann Blásali betur við hverfið

Tengja leikskólann Blásali betur við hverfið

Hvað viltu láta gera? Tengja leikskólann Blásali við göngustígakerfi hverfisins/Elliðárdals. Hvers vegna viltu láta gera það? Ef leikskólinn verður tengdur göngustígakerfi borgarinnar myndi það bjóða foreldrum upp á möguleikann að labba með börn í og úr skólann, leyfa starfi skólans upp á fleiri möguleika á útiveru og stækka útivistarsvæði Árbæsins. Einnig myndi það bjóða öðrum fjölskyldum hverfisins möguleikann að nýta sér aðstöðu leikvallarins um helgar. Þessi hugmynd myndi hafa með í för jákvæð áhrif á umhverfið og hvetja fólk til að minnka notkun einkabílsins. Leikskólinn er illa tengdur við restina af Árbænum sem gerir það erfitt fyrir foreldra að labba með börn í skólann. Til að komast að leikskólanum þurfa foreldrar og börn að labba meðfram Brekknaás þar sem er 50km hámarkshraði en sú leið er langur aukakrókur. Frá leikskólanum er 20 metra langur stígur endar á rólóvelli bakvið blokkirnar í Vallar- og Víkurás en þar er ekki leið niður að Selásnum. Foreldrar eiga of börn bæði á Blásölum og í Selásskóla og ekki langt milli skólanna á korti. Hinsvegar er eini möguleikinn að fara gangandi á milli er tvöfalt ef ekki þrefalt lengri en hægt væri að hafa, meðfram fjölfarnari umferðargötu

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information