Rauðavatn (aðgreina stíga)*

Rauðavatn (aðgreina stíga)*

Hvað viltu láta gera? Aðgreina umferð norðan við Rauðavatn þar sem umferð bíla, hesta, reiðhjóla, gangandi og hunda er allt á sama veginum. Hvers vegna viltu láta gera það? Bæta öryggi fólks og dýra.

Points

Sammála þessu - bílarnir mega missa sína algerlega sunnan Hádegismóa - þeir eiga ekkert erindi inn í útivisarlandið. Hestaumferð og gangandi/hlaupandi/hjólandi ættu að hafa sitt hvorn stíginn - enda þarfir mjög mismunandi. Það er hrikalegt fyrir okkur að hlaupa eða hjóla í þykkri lausamöl eða drullusvaði - en því betra fyrir hrossin. Og viðsnúið með hart undirlag. Fyrir utan hvað það væri gott að geta komið heim hrossaskítslaus úr skokkinu, svona einu sinni.

það ætti nú að loka fyrir bílaumferð við nýja bílastæðið sem búið er að setja upp.

Ja! svo mega vera fleiri bekkir til að hvila sig og spjalla. Það eru ekki allir að æfa sig fyrir maraþon.

Mikilvægt útivistarsvæði. Tryggja þarf öryggi svo allir geti notið hennar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information