Trjágróður - Hraunbær milli Bæjarháls og Rofabæjar

Trjágróður - Hraunbær milli Bæjarháls og Rofabæjar

Hvað viltu láta gera? Þegar keyrt er inn Hraunbæinn frá Bæjarhálsi í átt að Rofabæ er stórt bílastæði við blokkina á vinstri hönd. Í kringum strætóskýlið á vinstri hönd er hljóðmön og trjágróður sem er til mikillar prýði. Ég legg til að eitthvað verði fegrað upp á grassvæðið við þetta stóra bílastæði. Þetta svæði er ekki nýtt í neitt núna. Mishár trjágróður, birki /sýrenur/birkikvistur o.fl. sem vex vel myndi njóta sín vel á þessu stóra svæði. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að fegra ásýnd hverfisins. Þessi hluti þessa annars gróðursæla hverfis er ekki fallegur. Bílastæði eru nauðsynleg en alla jafna ekki falleg. Aukinn gróður yrði til bóta.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information