Tré í Norðlingaholtið

Tré í Norðlingaholtið

Hvað viltu láta gera? Við viljum láta gróðursetja stór tré í Norðlingaholtinu Hólavaðs og Hólmvaðs megin við aðalgötuna. Hvers vegna viltu láta gera það? Norðlingaholtið er fallegt hverfi og það er hægt að gera götumyndina mun hlýlegri og fallegri á þessum stað og víðar í hverfinu. Margir íbúar hverfisins ganga þennan göngustíg og trén gætu einnig veitt skjól í miklum vindi sem er oft á þessum stað. Ekki er mikið af trjám innan hverfisins þó það sé mikið af þeim í nærumhverfinu. Okkur þætti fallegt að fá fleiri tré sem yxu og yrðu stór og falleg með árunum. Eins og maður sér í öðrum eldri hverfum. Hugmyndin kemur frá konum sem búa og starfa í Norðlingaholtinu.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information