Náttúrulegt leiksvæði bakvið Ársel

Náttúrulegt leiksvæði bakvið Ársel

Hvað viltu láta gera? Ég vil að sett verði náttúrulegt útileiksvæði bakvið Ársel sem bæði krakkarnir í frístundaheimilinu Töfraseli geta nýtt sér og krakkarnir í hverfinu. Hægt er að setja kóngulóarvef milli trjánna, jafnvægislínu, spítur á milli trjánna, trjádrumba til að hoppa á milli eða til að sitja á, skýli á milli trjánna, varðeldalaut, þrautabraut, klifurvegg, gervigras með myndum og þrautum í, náttúrlegan álfahól með rennibraut eins og í Gufunesi svo dæmi séu nefnd. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru miklir möguleikar í þessu svæði þar sem það er ekkert þarna núna nema gras sem verður að drullupolli í rigningu. Það eru engin leiktæki í kringum frístundaheimilið nema skólahreystibraut sem hentar ekki fyrir krakka í 1.-2. bekk til að leika sér.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information