fleiri bekki

fleiri bekki

Hvað viltu láta gera? Ég myndi vilja láta setja fleiri bekki í hverfið, sérstaklega frá íbúðakjarna eldri borgara í Hraunbæ og að verslunarkjarnanum þar sem Bónus er. Hvers vegna viltu láta gera það? Fyrir eldra fólk þá getur þetta verið löng leið að fara labbandi. Mikið af eldri fólki er í hverfinu, og bara með því að setja 2-4 bekki til viðbótar getur verið hvetjandi fyrir fólk sem á erfiðara með gang til þess að fá sér göngutúr.

Points

Bæta við bekkjum einnig á gönguleið í kringum Rauðavatn. Fyrir þreytta og fótafúna og fyrir þá frísku til að tylla sér og njóta náttúrunnar

Þetta er hárrétt hjá Ástu. Nú er unnið að því að aðskilja reið- og göngustíga SA og NA Rauðavatns sem og að setja upp lýsingu og í tengslum við þá jákvæðu framkvæmd þarf endilega að koma fyrir bekkjum með hæfilegu millibili t.d. 750 m millibili, sem og einnig á öðrum hlutum Rauðvatns gönguhringsins, sem fjöldi fólks er nú að uppgötva sem náttúruparadís.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information