Búa til lítinn almenningsgarð*

Búa til lítinn almenningsgarð*

Hvað viltu láta gera? Búa til lítinn almenningsgarð á svæði milli Hraunbæjar og Rofabæjar. Tilvalið að stækka örlítið leiksvæðið, bæta við gróðri og gera skemmtilegt svæði til útiveru sem væri meira notað en í dag. Þarna væri hægt að hafa vaðlaug, sólbaðsaðstöðu eða eitthvað slíkt sem degur fólk að svæðinu. Þarna gæti líka verið plássið fyrir ærslabelginn. Hvers vegna viltu láta gera það? Í dag er þarna fótboltavöllur sem er lítið notaður og stór ónotuð grasflöt. Þetta svæði er vannýtt og það er ekki að finna almennilegan almenningsgarð/skrúðgarð í hverfinu. *Hugmynd sameinuð við: Útivistarleiksvæði: https://betrireykjavik.is/post/29006

Points

Mér finnst hugmyndin góð. Ef Rofabærinn verður borgargata eins kemur fram í hverfaskipulagi Árbæjar og eykur þannig tækifæri fyrir gangandi og hjólandi, þá passar vel að vera með lítinn fallegan garð inní miðju hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information