Umgjörð um viðburðasvæði við Grænuhlíðarróló

Umgjörð um viðburðasvæði við Grænuhlíðarróló

Hvað viltu láta gera? Útbúa rafmagnskassa og önnur innviði fyrir litla viðburði á svæðinu við Grænuhlíðarróló og almennt hafa skipulag svæðisins þannig að það þjóni nærsamfélaginu. Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið er gríðarlega hentugt og liggur vel sem viðburðasvæði fyrir Hlíðarnar sunnan Miklubrautar. Íbúar eru sammála um að þar sé mun notalegra að koma saman en á Klambratúni, þar sem er mun meiri berangur og víðátta og langt að fara. Svæðið er skjólgott og heldur vel utan um litlar samkomur upp í 200 manns og göngustígurinn frá Hamrahlíð yfir í Grænuhlíð myndar frábært "Skástræti" fyrir hvers kyns markaðsstarf, lítil jólaþorp, hverfisviðburði og fleira sem þjappar saman samfélaginu. Að útbúa innviði fyrir viðburðasvæði á þessu miðlæga svæði væri gríðarleg lyftistöng fyrir sjálfsprottið félagslíf í þorpinu.

Points

Frábær hugmynd sem gæti komið vel út sé vandað til verka. Svæðið er inni í miðri íbúabyggð og því þyrfti að taka tillit til þess.

Það þarf að vanda mjög til verka við útfærslu á þessari hugmynd, sem er góð. Við sem búum við þetta svæði verðum að vera með í ráðum.

Yrði afar ónæðissamt fyrir íbúa í þeim húsum sem snúa að þessu svæði. Húsin eru of nálægt. Svefnherbergi snúa gjarnan inn í svæðið. Hverfisviðburðir með fjölda manns gætu leitt til hávaða fram eftir kvöldum. Hópamyndanir á öllum tímum sólarhringsins. Þetta þarf að hugsa mjög vel og er varla í boði fyrir þá sem búa næst svæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information