Hvað viltu láta gera? Bæta leiksvæðið við hlið leikskólans Björtuhlíðar, t.d. með niðurgröfnu trampolíni og nýrri hringekju í stað þeirrar gömlu sem var fjarlægð. Þetta má sameina hugmyndinni um hreystitæki sem bæði eldri börn og fullorðnir geta notað og hugmyndinni um betri og fallegri umgjörð um svæðið sem gerði það að skemmtilegri stað fyrir íbúa hverfisins til að hittast og halda litla hverfisviðburði, t.d. jólamarkað, útijóga eða hverfisgrill. Það mætti hafa planta blómum og jafnvel hafa matjurtargarð þarna fyrir íbúa hverfisins. Hvers vegna viltu láta gera það? Íbúar hverfisins safnast oft saman á þessum stað vegna leiktækjanna og klifurtrésins og vegna þess að svæðið er vel staðsett, oft skjólgott og sólríkt. Enn fleiri myndu sækja þangað ef svæðið væri meira aðlaðandi og hentaði fleiri aldurshópum og það myndi skapa enn skemmtilegri hverfisanda.
Frbær hugmynd. Sé meiri fjölbreytileiki til staðar varðandi leiktæki og aðtöðu yrði svæðið betur nýtt af fleira fólki af öllum stærðum og gerðum. Sem myndi líka stækka græna sporið til muna ef fólk heldur sig innan hverfis í stað þess að keyra eitthvert til að hafa gaman.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation