Trjágróður á umferðareyjum í Skipholti

Trjágróður á umferðareyjum í Skipholti

Hvað viltu láta gera? Planta trjám á umferðareyjurnar í Skipholti/Bólstaðarhlíð, svipað og búið er að gera við Lönguhlíð og víðar. Hvers vegna viltu láta gera það? Tré draga úr mengun og fegra umhverfið, þarna er talsverð umferð af gangandi og tré myndu bæta umhverfið til muna. Að auki gera tré bílstjóra meira meðvitaða um hraða ökutækis, en þarna er oft keyrt mjög hratt rétt við Háteigsskóla.

Points

Ekki samt þannig að bílstjórar sjái síður börnin sem eru á leið til og frá skóla. Ss ekki planta trjám við gangbrautirnar svo börnin hverfi ekki í trjágróður

Það mætti víða vera meiri trjárækt á umferðareyjum, t.d. á Snorrabraut. Á löngum beinum götum, sérstaklega þeim sem liggja frá norðri til suðurs eru oft leiðinda vindstrengir sem laga mætti með hentugri trjárækt. Það tekur náttúrulega sinn tíma en ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Gaman að sjá þessa hugmynd, ætlaði einmitt að skella henni inn sjálf! Bý í blokk sem sést þarna á mynd, það er mjög mikil umferð um þessi gatnamót og tré á umferðareyjum myndu einmitt hægja á umferðinni, dempa hljóð, og bara lífga upp á svæðið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information