Hvað viltu láta gera? Gosbrunnur á Klambratúni þar sem krakkar geta leikið sér í gosbrunninum á góðviðrisdögum. Hvers vegna viltu láta gera það? Krakkar hafa mjög gaman af því að ærslast í gosbrunnum.Leikgosbrunnur á Klambratúni eykur fjölbreytileikan á svæðinu, dregur að fólk og skapar líf og stemmingu í almenningsrými sem að er það sem gerir borgarlíf svo skemmtilegt. Það eru mörg dæmi um slíka gosbrunna í stórborgum í görðum og á torgum. Í London er kveikt á leikgosbrunnunum hluta úr árinu og á vissum tímum dagsins og virka torgin vel bæði þegar kveikt er á gosbrunnunum og slökkt er á þeim. Hér væri hægt að hafa kveikt á gosbrunnunum á sumrin þegar veður er gott. Það rennur mikið hitaveitu affallsvatn til sjávar sem hægt væri að nota í svona verkefni.
Góð hugmynd. Væri kannski hægt að setja í stað hús-leikskúlptúrsins sunnan við Kjarvalsstaði?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation