Fleiri hjólastæði

Fleiri hjólastæði

Hvað viltu láta gera? Setja upp yfirbyggð reiðhjólastæði í Hlíðunum. Hvers vegna viltu láta gera það? Nokkuð áþreifanlegur skortur er á plássi og stæðum fyrir reiðhjól í Hlíðunum. Undanfarin ár hefur verið komið upp reiðhjólastæðum við verslunargötur t.d á Laugavegi, Hverfisgötu og Skólavörðustíg. Hins vegar mætti gjarnan bæta við stæðum við íbúðagötur í öðrum hverfum. Byggðin í Hlíðunum er þétt og ekki allir íbúar með aðgang að geymsluplássi fyrir reiðhjól. Það er algeng sjón að sjá hjól hlekkjuð við ljósastaura, girðingar eða í húsasundum. Því ættu borgaryfirvöld að huga að því að útbúa fleiri pláss fyrir reiðhjól í íbúðarhverfum. Það er auðvelt að skapa slíkt pláss með því að fjarlægja nokkur bílastæði og setja hjólastæði í staðinn. Í staðinn fyrir einn bíl mætti koma fyrir 10 til 15 reiðhjólum. Borgaryfirvöld gætu útfært hugmyndina með það í huga að hjólin væru örugg, stæðin yfirbyggð og að þau væru smekklega hönnuð. Vel útfærð tillaga gæti verið staðarprýði og jafnvel borgareinkenni. Þessi lausn ætti að vera hjólanotendum til bóta auk þess sem borgin okkar verður snyrtilegari ef hjólum er skipulega komið fyrir í hjólastæði frekar en hlekkjuð við næsta ljósastaur.

Points

Sammála vantar hjólastæði í hlíðunum, væri mjög jákvætt að við sem hjólum fáum okkar stæði.

Sammála, einnig finnst mér reyndar að hjólastæði við strætóstöðvar mættu vera yfirbyggð svo að ef maður notar þann samgöngumáta að hjóla á stoppistöð og taka strætó þaðan að hjólin þurfi þá ekki að standa úti allan daginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information