Hvað viltu láta gera? Gera litlu leikvellina í Suðurhlíðum meira aðlaðandi. Það þarf að uppfæra leiktækin og gera þá snyrtilegri (t.d. reyta arfa og slá grasið nokkrum sinnum yfir sumarið). Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru mörg börn í Suðurhlíðunum sem hefðu gaman af því að leika sér í nýjum tækjum og snyrtilegu umhverfi.
Leyfi mér vinsamlegast að vekja athygli á tillögu um að laga hellulagnir í Suðurhlíðum: https://hverfidmitt-2020-2021.betrireykjavik.is/post/38860
Ég vil líka minna á að Klettaskóli er í Suðurhlíðum og mikilvægt að börnin þar hafi tækifæri til að umgangast önnur börn. Endurlífgun leikvallana í Suðurhlíðum mun stuðla að því svo um munar.
Það vantar skemmtilegri leiktæki , klifurgrind, niðurgrafið trampólín, snúningstæki og klifurkastala eða vegg við leikvöllinn við Beykihlíð.
Margir heimsækja og stoppa við hjá leikvöllinum í Beykihlíð sem er staðsettur við undirgöngin undir Bústaðarveg; Göngufólk, fólk með hunda og misstórir hlaupahópar. Mætti ekki veita þeim smá aðstöðu til spjalls við eina aðalsamgönguæð hverfisis t.d.til að setja upp e-a aðstöðu/tæki til að hanga, hífa sig upp- og jafnvel e-r felu- og jafnvægistæki fyrir aðeins hunda? Það er mikið rætt á þessum róluvelli og ögn skipulagðari þjónusta og snyrtilegri umhverfi gætu mætt ólíkum útivistarþörfum gesta
Það vantar algjörlega fleiri spennandi leiktæki til viðbótar við staka rólu. Niðurgrafin trampólín, litlir kastalar með klifurvegg, klifurgrind og rennibraut, snúningstæki, jafnvægistæki og fleira álíka.
Laga þarf ónýta hellulögn á körfuboltavelli í Beykihlíð sem veldur mikilli slysahættu og gerir völlinn í raun ónothæfan. Þetta á ekki að þurfa að kjósa um, borginni ber hreinlega skylda til að sjá til þess að leiksvæði séu örugg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation