Betri tengingar yfir á göngustíg meðfram kringlumýrarbraut

Betri tengingar yfir á göngustíg meðfram kringlumýrarbraut

Hvað viltu láta gera? Göngustígurinn meðfram Kringlumýrarbraut (frá Miklubraut að Háaleitisbraut) er fínn, sérstaklega vegna skiptingar milli hjól og gangandi. Hinsvegar er erfitt að komast inn á hann frá Bólstaðarhlíð / Skipholti og þeim hluta hverfisins, þar sem margir íbúar eru. Leiðirnar eru oft í gegnum tré / runna og hálfgerða mýri. Þetta þarf að bæta með því að grafa dren svo vatn safnist ekki fyrir í gönguleið, setja möl og hellur svo undirlag sé öruggara, osvfr. Óljóst er hvort þetta sé hlutverk íbúa eða borgar, þar sem þetta liggur að lóðamörkum, sérstaklega seinustu skrefin yfir á stígin, en borgin hefur betri yfirsýn yfir slíkt. Umbæturnar þurfa ekki að fela í sér malbikun eða umfangsmikla framkvæmd, á mörgum stöðum er ekki endilega pláss fyrir slíkt. "Desire path" aðferðarfræðin sýnir skýrt hvaða leið fólk vill fara á þessum stöðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Svo það sé auðveldara að nota þennan fína stíg, sérstaklega fyrir ferðamáta á hjólum.

Points

Það verður að laga gangstéttina þarna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information