Hvað viltu láta gera? Göngustígurinn meðfram Kringlumýrarbraut (frá Miklubraut að Háaleitisbraut) er fínn, sérstaklega vegna skiptingar milli hjól og gangandi. Hinsvegar er erfitt að komast inn á hann frá Bólstaðarhlíð / Skipholti og þeim hluta hverfisins, þar sem margir íbúar eru. Leiðirnar eru oft í gegnum tré / runna og hálfgerða mýri. Þetta þarf að bæta með því að grafa dren svo vatn safnist ekki fyrir í gönguleið, setja möl og hellur svo undirlag sé öruggara, osvfr. Óljóst er hvort þetta sé hlutverk íbúa eða borgar, þar sem þetta liggur að lóðamörkum, sérstaklega seinustu skrefin yfir á stígin, en borgin hefur betri yfirsýn yfir slíkt. Umbæturnar þurfa ekki að fela í sér malbikun eða umfangsmikla framkvæmd, á mörgum stöðum er ekki endilega pláss fyrir slíkt. "Desire path" aðferðarfræðin sýnir skýrt hvaða leið fólk vill fara á þessum stöðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Svo það sé auðveldara að nota þennan fína stíg, sérstaklega fyrir ferðamáta á hjólum.
Það verður að laga gangstéttina þarna
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation